Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika er liðið varð Íslandsmeistari á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Lokakaflinn er framundan í Bestu deild karla eftir yfirstandandi landsleikjahlé. Eins og flestir vita mætast Víkingur og Breiðablik í lokaumferðinni en þar áður heimsækir Víkingur ÍA á meðan Blikar mæta Stjörnunni.
„Veðurfar á Skaganum á þessum tíma mun skipta miklu máli. Við erum komnir svolítið djúpt inn í október og vitum hvernig veðrið getur verið þarna,“ sagði Hrafnkell um leik Víkings og Skagamanna.
„Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir fari með hann inn í höll, sem mér finnst gjaldfella mótið. Þú ert með allt undir.“
Umræðan í heild er í spilaranum.