Orri Steinn Óskarsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið sem mætti Wales í kvöld í Þjóðadeildinni.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Ísland lenti 2-0 undir en tókst að jafna metin í þeim síðari.
,,Þetta var besti leikur minn í landsliðstreyjunni hingað til og það vantaði bara mark sem er svekkjandi en svo er maður stoltur af seinni hálfleik,“ sagði Orri.
,,Það kom rosalegur kraftur frá okkur í seinni hálfleik og við pressuðum þá alveg niður að marki og þeir áttu ekki breik í 45 mínútur og því er svekkjandi að hafa ekki tekið þrjú stig.“
,,Age sagði að það vantaði kraft í pressuna og að vera aðeins grimmari og ég held að við höfum verið það. Við fengum fullt af innköstum á þeirra vallarhelmingi og settum þá í erfiða stöðu sem gerði þá stressaða.“
Nánar er rætt við Orra hér fyrir neðan.