fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Dóttir R. Kelly stígur fram – „Ég man bara að ég vaknaði við það að hann var að snerta mig,“

Fókus
Föstudaginn 11. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir söngvarans R. Kelly hefur nú stigið fram að sakað föður sinn um að hafa brotið gegn sér þegar hún var aðeins barn að aldri.

Dóttirin, Buku Abi, er 26 ára gömul en hún stígur fram í heimildaþáttum TVE! sem heita: Karma: A Daughter’s Journey. Þar sakar hún föður sinn um að hafa brotið gegn sér þegar hún var um átta eða níu ára gömul.

Buku segist fyrst hafa greint móður sinni frá brotunum árið 2009, en hún var þá 10 ára.

R. Kelly afplánar nú 31 árs fangelsisdóm eftir að hann var í tvígang, bæði 2021 og 2022, sakfelldur fyrir fjölda brota. Svo sem mansal, vörslur á barnaníðsefni og fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

„Hann var mér allt. Mig langaði lengi vel ekki til að trúa því að þetta hafi gerst. Ég vissi ekki einu sinni að hann væri slæm manneskja, að hann myndi gera mér eitthvað.. Ég var of hrædd til að segja frá. Ég var of hrædd til að segja mömmu minni.“

Buku segir að ofbeldið hafi breytt henni. Þessi stuttu tími sem brotið tók hafi breytt öllu, breytt því hver hún er, stolið frá henni neistanum og slökkt ljósið í lífinu.

„Ég man bara að ég vaknaði við það að hann var að snerta mig,“ segir Buku með tárin í augunum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera svo ég bara lá þarna og þóttist vera sofandi.“

Eftir að Buku sagði mömmu sinni frá hætti hún að fara í umgengni til föður síns ásamt alsystkinum sínum. Hún og móðir hennar lögðu fram kæru en þá hafði svo langt liðið frá brotinu að ekkert varð úr ákæru.

Lögmaður R. Kelly segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að söngvarinn harðneiti þessum ásökunum. Fyrrverandi kona hans hafi haldið sambærilegu fram fyrir mörgum árum síðar og lögregla hafi rannsakað þær ásakanir og metið þær tilhæfulausar.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“

Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði