Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson verða ekki með íslenska landsliðinu gegn Tyrkjum á mánudag.
Þetta varð ljóst í kvöld en báðir leikmenn fengu gult spjald í leik gegn Wales á Laugardalsvelli í kvöld.
Ísland er því miður að tapa þessum leik 2-0 en frammistaðan hingað til hefur ekki verið heillandi.
Stefán fékk gult spjald í fyrri hálfleik og fær eins leiks bann og aðeins nokkrum mínútum seinna gerðist það sama við Jón Dag.
Leikið er á Laugardalsvelli á mánudaginn og er ljóst að Ísland þarf að vinna þann leik ef viðureign kvöldsins tapast.