Lionel Messi hefði getað orðið einn besti varnarmaður heims að sögn fyrrum liðsfélaga hans Javier Mascherano.
Messi hefur allan sinn feril leikið sem sóknarmaður og er alls ekki þekktur fyrir frammistöðu sína varnarlega.
Mascherano segir þó að Messi sé frábær varnarlega sem kemur mörgum á óvart.
,,Ef Messi væri varnarmaður þá væri hann líklega einn besti varnarmaður heims,“ sagði Mascherano.
,,Það er ómögulegt að komast framhjá honum. Hjá Barcelona mættumst við stundum einn á einn og það var ómögulegt að hafa betur.“
,,Við áttum enga möguleika. Stundum vita sóknarmenn hvernjig á að verjast og Leo varðist mjög vel.“