fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin tórir enn – Engin sérstök niðurstaða eftir óvæntan fund í Valhöll

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 17:43

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundi þingflokks Sjálfstæðismanna er nú lokið, án sérstakrar niðurstöðu. Frá þessu greinir RÚV sem ræddi við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra. Bjarni sagði eðlilegt að funda vegna spennu í ríkisstjórnarsamstarfinu en engin tillaga hafi legið fyrir fundinum og því engin sérstök niðurstaða til að ræða um. Hann sagðist þó meðvitaður um veikleika í stjórnarsamstarfinu. Engin tillaga var borin upp á fundinum um að slíta stjórnarsamstarfinu.

„Við erum að ræða þessa stöðu vegna þess að það eru efasemdir um getu stjórnarinnar til að klára þingmálin í vetur. Það er alvarlegt mál og þess vegna komum við saman hér í dag,“ sagði Bjarni við RÚV. Vinstri Græn lýstu því yfir eftir landsfund sinn að flokkurinn hefði ekki áhuga á að aðhafast nokkuð frekar í orku- og útlendingamálum. Sú afstaða  hefur komið Sjálfstæðismönnum í nokkuð uppnám. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í grein í vikunni að Vinstri Græn hafi ekki einhliða neitunarvald í ríkisstjórn, og ekki heldur heimild til að ákveða einhliða  hvenær gengið verði til kosninga, en Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, sagði opinberlega eftir landsfund að hún stefni á kosningar í vor, frekar en næsta haust þegar kjörtímabilinu lýkur formlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu