Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu úrskurðurinn var kveðinn upp á miðvikudaginn, 9. október. Lögmaðurinn Björn Þorri Viktorson hefur verið skipaður skiptastjóri búsins.
Ítalgest ehf. var rekstrarfélag veitingstaðarins Ítalíu við Frakkastíg 9bþ. Óhætt er að segja að gustað hafi um staðinn og eiganda hans, Elvar Ingimarsson, undanfarnar vikur en verkalýðsfélagið Efling, með formanninn Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, hefur sakað Elvar um launaþjófnað.
Boðað var til mótmæla fyrir framan staðinn þann 12. september síðastliðinn og í framhaldinu var meðal annars sendibíl lagt fyrir framan staðinn með árituðum skilaboðum um að eigandinn væri að brjóta á réttindum starfsmanna sinna.