fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 17:30

Diljá Mist Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt nokkrum flokksfélögum sínum lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Samkvæmt frumvarpinu yrði mögulegt að svipta íslenska ríkisborgara, sem hefur verið úthlutað slíkum ríkisborgararétti á grundvelli umsóknar til yfirvalda, ríkisborgararéttinum ef þeir hafa veitt rangar upplýsingar í umsókn sinni eða gerst sekir um brot á ákvæðum hegningarlaga sem varða 16 ára fangelsi. Diljá Mist segir frumvarpið viðbrögð við aukningu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi.

Samkvæmt frumvarpinu yrði lögunum breytt á þann hátt að fella megi úr gildi ákvörðun um veitingu ríkisborgararéttar, á grundvelli laganna, hafi umsækjandi gegn betri vitund gefið rangar upplýsingar eða leynt atriðum sem verulegu máli skipta við ákvörðun Útlendingastofnunar um veitingu ríkisborgararéttar. Viðkomandi missi þó ekki íslenskt ríkisfang verði hann við það ríkisfangslaus. Ekki mætti svipta mann ríkisborgararétti sem var undir 18 ára aldri við ákvörðun Útlendingastofnunar þótt foreldrar eða forráðamenn hans hafi gegn betri vitund gefið rangar upplýsingar eða leynt atriðum sem verulegu máli skiptu við ákvörðunina.

Aðrar breytingar sem frumvarpið kveður á um að hafi íslenskur ríkisborgari, sem öðlast hefur ríkisborgararétt samkvæmt lögunum, gerst sekur um brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, sem varðað geti 16 ára fangelsi, geti ríkislögreglustjóri í rökstuddu áliti lagt til við ráðherra að hann verði sviptur ríkisborgararétti ef ætla megi að almenningi stafi ógn af áframhaldandi veru hans hér á landi og búast megi við að brotaferill hans haldi áfram. Hann missi þó ekki íslensks ríkisfangs verði hann við það ríkisfangslaus.

Skipulögð glæpastarfsemi – Mið-Austurlönd og Suðaustur-Evrópa

Í greinargerð með frumvarpinu er vísað sérstaklega þess að skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist gríðarlega undanfarin ár og samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra teljist áhætta vegna hennar mjög mikil hér á landi. Brotastarfsemin hafi grafið um sig í samfélaginu og starfi hér glæpahópar sem tengist ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu. Skipulögð brotastarfsemi ógni öryggi íslensks samfélags og þeirra sem hér búi. Starfsemin þrífiss á fíkniefnamarkaði og feli m.a. í sér smygl á fólki og mansal. Skipulögð glæpastarfsemi hafi víðtæk neikvæð áhrif á samfélög, m.a. á tíðni afbrota og alvarleika þeirra. Alvarlegt ofbeldi í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi grafi markvisst undan öryggi samfélaga og hafi sú þróun birst hér á landi.

Íslenskum ríkisborgararétti fylgi víðtæk réttindi og skyldur. Það að sækja um og hljóta íslenskan ríkisborgararétt þurfi að fela í sér skuldbindingu um að farið sé eftir meginreglum og gildum íslensks samfélags. Þeir útlendingar sem ógni öryggi í landinu eigi litla samleið með íslensku samfélagi. Vísað er einnig í sambærileg ákvæði sem séu þegar komin í lög á Norðurlöndunum fyrir utan Svíþjóð.

Segir í greinargerðinni að lokum að flutningsmenn telji að með því séu mikilvæg skref stigin í þá átt að tryggja öryggi í landinu.

Diljá Mist greinir frá frumvarpinu í grein í Morgunblaðinu, sem hún birtir á Facebook síðu sinni, sem er að miklu leyti samhljóða greinargerðinni með frumvarpinu. Í athugasemdum við Facebook-færsluna fær Diljá Mist hrós fyrir frumvarpið en í einni athugasemd er komið á framfæri tillögu um að þeim sem úthlutað sé ríkisborgarétti á grundvelli umsóknar til yfirvalda eigi að hafa náð grunnfærni í íslensku. Þessu svar Diljá Mist á eftirfarandi hátt:

„Algjörlega sammála. Annað brýnt mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt