Það var fyrir 14 árum síðan sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt fallegasta mark sem skorað hefur verið í landsleik fyrir hönd Íslands.
Um var að ræða leik með U21 árs landsliði Íslands, leikurinn var mikilvægur en sigur í leiknum myndi tryggja U21 árs liðinu inn á stórmót í fyrsta sinn.
Gylfi setti upp sýningu í Skotlandi, fyrra mark hans var glæsilegt en það síðara var enn betra.
Gylfi fékk þá boltann langt fyrir utan teig og hamraði knettinum í netið. Magnað mark og farseðill á EM U21 árs landsliðsins í Danmörku árið 2011 var bókaður.
Mörkin glæsilegu má sjá hér að neðan en búast má við að Gylfi byrji þegar íslenska A-landsliðið mætir Wales í kvöld.