fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eiginmaðurinn varpaði fram sprengju – Með blæti sem hún hefur aldrei heyrt um áður

Fókus
Föstudaginn 11. október 2024 09:55

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir þriggja ára samband þá hélt ég að ég vissi allt um eiginmann minn, en óhugnanleg játning hans hefur látið mig efast um allt.“

Svona hefst bréf konu til Sally Land, sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun.

„Hann er með blæti sem ég hef aldrei heyrt um áður – smurðar múmíur (e. mummification),“ segir konan.

Hún er 29 ára og hann er 31 árs.

„Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar en þetta lætur mér samt líða virkilega óþægilega og hingað til hef ég ekki viljað taka þátt. Ég veit að hann er að reyna að vera skilningsríkur en ég veit að það truflar hann hvað ég er efins með þetta.

Hann reyndi að hughreysta mig og útskýrði: „Þetta er þannig að önnur manneskjan er vafin þannig að hún getur ekki hreyft sig og verður leikfang hinnar manneskjunnar.“

Hann segir að þetta snýst ekki um að meiða mig, heldur um uppgjöf, að vera bundinn og ótrúlega losun.

Hann vill binda mig frá toppi til táar í sárabindum þannig að ég get ekki hreyft mig. Ég yrði „drauma kynlífsleikfangið.“ En hugmyndin hræðir mig og ég fæ innilokunarkennd bara við tilhugsunina.“

Mynd/Getty Images

Konan veit ekki hvað hún á að gera og hefði viljað vita þetta áður en þau gengu í það heilaga.

„Við höfum stundað léttar bindingar í kynlífinu en hann er alltaf að biðja um meira. Ég sé að hann er ekki sáttur og ég held að hann sé að verða pirraður, því hann er alltaf að tala um þetta.

Ég hef stungið upp á öðrum kynlífsævintýrum en ég sé að múmíuleikur er það eina sem hann virkilega vill. Ég vildi óska þess að ég hafi vitað af þessu blæti áður en við giftumst.

Er einhver leið til að fullnægja honum án þess að taka þátt, jafnvel fá hann til að breyta því sem hann laðast að? Ég er hrædd um að hjónabandi okkar sé lokið ef ég finn ekki lausn.“

Ráðgjafinn svarar:

„Enginn ætti að taka þátt í kynlífsathöfn sem honum líður ekki hundrað prósent vel með. Ekki gefa eftir bara til að þóknast honum, því til langtíma mun þetta bara skapa gremju og fleiri vandamál.

Svona múmíuleikir falla undir BDSM […] en samþykki skiptir öllu máli og þarf að vera gefið frjálslega. Þú gerir ráð fyrir að eiginmaður þinn sé ósáttur, þú verður að tala við hann um blætið hans. Getur hann komið til móts við þig?“

Ráðgjafinn mælir með að þau fari til kynlífs- og sambandsráðgjafa sem getur hjálpað þeim með næstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart