fbpx
Föstudagur 11.október 2024
Fréttir

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. október 2024 12:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á fimmtudag fangelsisdóm yfir Heiðari Þór Guðmundssyni sem héraðsdómur dæmdi í fyrra í 20 mánaða fangelsi og svipti ökurétti ævilangt.

Heiðar var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft kannabisefni og amfetamín í fórum sínum, og í einu tilviki MDMA. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni á heimili sínu frammistöðubætandi efni í sölu- og dreifingarskyni.

Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekið bíl, sviptur ökurétti, undir áhrifum amfetamíns og annarra efna.

Hann var einnig ákærður fyrir brot á vopnalögum, fyrir að hafa haft kaststjörnu í fórum sínum. Vopnið, sem og fíkniefnin og lyfin, fundust við húsleit á heimili Heiðars.

Var hann sakfelldur í öllum ákæruliðum.

Fyrir Landsrétti tefldi Heiðar fram þeirri vörn að hann sé greindur með ADHD og taki því lyfið Elvane. Lagði hann fram gögn því til stuðnings. Í dómi Landsréttar segir að þegar lögregla hafði afskipti af Heiðari við akstur þann 1. október 2021 hafi hann ekki framvísað læknisvottorði um að hann væri haldinn sjúkdómi sem gerði honum nauðsynlegt að neyta þeirra efna sem kynnu að finnast í blóði hans. Af þeim sökum er ekki fallist á þessar varnir hans.

Landsréttur hefur því staðfest 20 mánaða fangelsisdóm Heiðars og er ekki talin ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur við að vera sakaður um forréttindablindu – Hart tekist á um eldfima bók Rúnars Helga

Ósáttur við að vera sakaður um forréttindablindu – Hart tekist á um eldfima bók Rúnars Helga
Fréttir
Í gær

Sjóvá og TM fóru ekki að lögum

Sjóvá og TM fóru ekki að lögum
Fréttir
Í gær

Íslendingar opinbera laun sín – „960 fyrir skatt, arkitekt“

Íslendingar opinbera laun sín – „960 fyrir skatt, arkitekt“
Fréttir
Í gær

Segir tvö ráðuneyti verða að leysa 23 ára gamla deilu sín á milli – „Ráðherra skuli leggja sig fram um að eiga gott samstarf við samráðherra“

Segir tvö ráðuneyti verða að leysa 23 ára gamla deilu sín á milli – „Ráðherra skuli leggja sig fram um að eiga gott samstarf við samráðherra“