Samtökin sem um ræðir eru grasrótarsamtök eftirlifenda kjarnorkuárásanna í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Hafa samtökin barist fyrir því að heimsbyggðin verði laus við kjarnorkuvopn og mikilvægt sé að þeim verði aldrei beitt aftur.
„Dag einn verða þau sem lifðu af í Hiroshima og Nagasaki ekki lengur á meðal okkar til að deila þessari sögu. En með mikilli staðfestu halda nýjar kynslóðir í Japan áfram að koma þessum reynslusögum áfram til fólks,“ segir meðal annar í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar.