Annie Kilner eiginkona Kyle Walker er byrjuð að ráðfæra sig við lögfræðinga og er farin að íhuga skilnað alvarlega.
Kilner á erfitt með að fyrirgefa Walker eftir að hann barnaði hjákona sína í annað sinn.
Walker fékk ekki að búa heima hjá sér í átta mánuði en er mættur aftur heim, Kilner íhugar þó áfram skilnað.
Kilner og Walker eiga fjögur börn saman en Walker hefur ítrekað haldið framhjá henni og á tvö börn með somu konunni.
Ensk blöð segja að Kilner ræði nú við færa lögfræðinga um hvernig best væri að fara að ef hún færi fram á skilnað.
Kilner og Walker eru gift en samkvæmt fréttum á Walker um 5 milljarða.