Manchester United er farið að íhuga það alvarlega að kaupa vinstri bakvörðirinn, Alvaro Fernandez aftur til félagsins.
Alvaro var seldur til Benfica í sumar en hann hafði þá verið á láni hjá félaginu í hálft ár.
Í samningi Benfica og United er hins vegar forkaupsréttur fyrir enska félagið aftur.
Nú þegar Alvaro eru orðaður við mörg af stærstu liðunum á Spáni er United farið að skoða sína kosti.
United getur samkvæmt fréttum fengið Alvaro aftur fyrir 5 milljónir punda en hann er 21 árs gamall og kemur frá Spáni.
Hann hefur spilað virkilega vel með Benfica á þessari leiktíð og vakið áhuga annara liða.