Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, skilur ekki af hverju hann hefur ekki fengið samningstilboð frá spænska knattspyrnusambandinu.
Spánn varð Evrópumeistari undir De la Fuente í sumar og er hann í miklum metum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum.
Þrátt fyrir það hefur Spánn ekki boðið stjóranum nýjan samning en hann er enn við stjórnvölin að svo stöddu.
De la Fuente bendir á að það væri líklegt að Luis Enrique, fyrrum stjóri Spánar, væri með tilboð á borðinu í sömu stöðu.
,,Það er ekki eðlilegt að Evrópumeistari sé samningslaus. Ég veit ekki hvort Luis Enrique hefði lent í sömu stöðu..“ sagði De la Fuente.
,,Það er ekki eðlilegt að ég sé samningslaus. Ég hef fengið tilboð eins og venjan er.„