William Saliba er efstur á óskalista Real Madrid fyrir næsta tímabil en frá þessu greinir Le 10 Sport í Frakklandi.
Saliba er einn besti varnarmaður heims en hann hefur verið frábær fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár.
Franski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn til 2027 og myndi því kosta Real himinháa upphæð.
Arsenal er ekki talið hafa áhuga á að selja Saliba en hann gæti þó sjálfur verið hrifinn af hugmyndinni að spila á Santiago Bernabeu.
Real ætlar að styrkja sig enn frekar 2025 en félagið samdi við sóknarmanninn Kylian Mbappe fyrr á þessu ári.