fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Fyrirtæki lærðu á gervigreind

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2024 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér gervigreind án þess að eiga á hættu að það dragi úr öryggisþáttum? Eru einhverjar hættur sem leynast handan hornsins?

Þessum spurningum og mörgum öðrum var svarað á hádegisfundi um gervigreind á vegum HP og OK sem fram fór í gær á Reykjavik Edition hótelinu. Áherslan var á öryggismál en einnig var rætt um hvernig gervigreind muni auðvelda vinnu fólks. Fjöldi gesta mætti á hádegisfundinn til að hlýða á erindi bæði innlendra og erlendra sérfræðinga.

„Æðstu stjórnendur HP telja að gervigreind verði helsti drifkraftur breytinga næsta áratug og opni meðal annars á nýjar víddir í nýsköpun. Fyrirtæki vilja almennt notfæra sér gervigreind í þrennum tilgangi: bæta innri kerfi og rekstur, auka framleiðni og efla sköpunarkraft starfsfólks og síðast en ekki síst bæta upplifun af blandaðri vinnu (e. Hybrid work). Endamarkmiðið er að skila af sér betri vörum og lausnum,“ segir Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendalausna OK.

Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum. Hún lærir á hegðun notanda og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum að sögn Gísla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum