Mario Balotelli gæti verið að snúa aftur í efstu deild á Ítalíu en það eru ansi óvæntar fréttir.
Balotelli er án félags þessa stundina en félagaskipti hans til Corinthians í Brasilíu gengu ekki í gegn fyrr á árinu.
Um er að ræða 34 ára gamlan sóknarmann sem hefur spilað með liðum eins og Inter Milan, Manchester City, AC Milan og Liverpool.
Balotelli hefur rætt við Genoa í efstu deild á Ítalíu en fyrrum liðsfélagi hans Alberto Gilardino er þar við stjórnvölin.
Torino er einnig að horfa til Balotelli eftir meiðsli sóknarmannsins Duvan Zapata sem verður lengi frá.
Balotelli hefur verið samningslaus síðan í júlí en hann lék þá með Adana Demirspor í Tyrklandi.