fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

Dýrkeypt partý hjá syni norsku krónprinsessunnar – Dýrmætum silfurbúnaði stolið af heimili krónprinshjónanna

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 04:23

Mette Marit krónprinsessa og Hákon krónprins Noregs. Mynd: Rune Hellestad - Corbis/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur greinilega verið gaman og jafnvel ábótasamt að mæta í partý hjá Marius Borg Høiby, sem er sonur Mette-Marit krónprinsessu í Noregi. Hann bauð vinum sínum í partý á heimili móður sinnar og krónprinsins í Skaugum, sem er um 20 km suðvestan við Osló.

Se og Hør segir að einhverjir partýgestanna hafi gerst ansi fingralangir og hafi haft silfurmuni á brott með sér úr þessum opinbera bústað krónprinshjónanna.

Dagbladet segir að um mjög verðmæta silfurmuni sé að ræða. Nýlega var reynt að selja þá í gegnum uppboðshús en starfsfólk þess áttaði sig á að eitthvað væri óeðlilegt við þetta og kom í veg fyrir söluna.

Norska hirðin hefur ekki viljað tjá sig mikið um málið annað en að segja að vel sé gætt að öryggi fjölskyldu krónprinsins.

Lögreglan í Osló segir að vinahópur Marius samanstandi af stórum hluta af fólki úr undirheimunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegar vendingar í 14 ára gömlu „sjálfsvígsmáli“

Ótrúlegar vendingar í 14 ára gömlu „sjálfsvígsmáli“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi