Se og Hør segir að einhverjir partýgestanna hafi gerst ansi fingralangir og hafi haft silfurmuni á brott með sér úr þessum opinbera bústað krónprinshjónanna.
Dagbladet segir að um mjög verðmæta silfurmuni sé að ræða. Nýlega var reynt að selja þá í gegnum uppboðshús en starfsfólk þess áttaði sig á að eitthvað væri óeðlilegt við þetta og kom í veg fyrir söluna.
Norska hirðin hefur ekki viljað tjá sig mikið um málið annað en að segja að vel sé gætt að öryggi fjölskyldu krónprinsins.
Lögreglan í Osló segir að vinahópur Marius samanstandi af stórum hluta af fólki úr undirheimunum.