Noussair Mazraoui bakvörður Manchester United gekkst undir aðgerð í vikunni vegna hjartsláttartruflana.
Vandamálið hafði gert vart við sig hjá bakverðinum frá Marokkó.
Var ákveðið að fara með Mazraoui í aðgerð til að laga þetta og ætti hann ekki að vera lengi frá.
United keypti Mazraoui frá FC Bayern í sumar og hefur bakvörðurinn spilað vel í slöku liði United á þessu tímabili.
Fabrizio Romano segir að Mazraoui verði frá í nokkrar vikur en sumir fréttamenn hafa talað um tvo mánuði.
🚨⚠️ Man Utd fullback Noussair Mazraoui has successfully undergone a minor precautionary corrective procedure after experiencing palpitations.
This is a relatively common condition as he’s expected to make a full recovery and be available for selection within the next few weeks. pic.twitter.com/B9mr4ql0oc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 10, 2024