fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Ratcliffe sagður hamra á því að United ráði Tuchel til starfa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2024 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe sem á 28 prósenta hlut í Manchester United er sagður hamra á því að félagið ráði Thomas Tuchel sem næsta stjóri. Manchester Evening News segir frá.

Stjórnendur United hafa í tvígang fundað í vikunni þar sem málefni Erik ten Hag voru meðal annars til umræðu.

Ekkert hefur komið fram hvort það standi til að reka þann hollenska sem hefur farið illa af stað í deildinni.

Vitað er að Ratcliffe átti langan fund með Tuchel í Monaco í sumar þegar forráðamenn United íhugðu að reka Ten Hag.

United hefur byrjað hræðilega í ensku úrvalsdeildinin og er liðið með 8 stig eftir sjö leiki, versta byrjun sögunnar hjá United.

Tuchel er án vinnu eftir að hafa hætt með FC Bayern í sumar en talið er að hann væri klár í slaginn ef símtalið frá Ratcliffe kæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Segir að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allegri að landa starfi í Sádí

Allegri að landa starfi í Sádí
Sport
Í gær

Snorri Steinn eftir fyrsta leik Íslands – „Það er eitt og annað sem verður til þess“

Snorri Steinn eftir fyrsta leik Íslands – „Það er eitt og annað sem verður til þess“
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“
433Sport
Í gær

Jón Daði fann sér nýtt lið

Jón Daði fann sér nýtt lið
433Sport
Í gær

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu