fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2024 14:30

Elva Björk Bjarnadóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mjög óraunverulegt og ég bara hló í svona klukkutima. Svo kemur yfir mann rosalegur ótti, hvað ef þetta er illkynja og það er ekki hægt að taka það og ýmsar hugsanir sem fara í gang,“ segir Elva Björk Bjarnadóttir.

Elva Björk hélt að doðinn sem hún fann fyrir öðru megin í andlitinu væri ný einkenni tengd mígreni sem hún hefur haft frá því hún var krakki. Hún hundsaði einkennin í fyrstu, en þegar hún loks fór til læknis blasti alvaran við.

Elva Björk segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér og að sérfræðingur þurfi að hafa samband. Þá tók við biðtími sem var alveg virkilega erfiður.“

„Ég kem í Krabbameinsfélagið á þessum biðtíma sem hjálpaði mér að ná utan um hlutina. Hvað ef ég fæ góðar fréttir, hvað ef ég fæ slæmar fréttir, hvernig á ég að takast á við það?“

Greiningin sem Elva Björk fékk að lokum var góðkynja æxli. Hún segir greininguna hafa verið erfiðari fyrir aðstandendur sína en hana. Hún sá það bara á þeim og fannst hún i kjölfarið þurfa að passa sig á því hvað hún segði við þau til að bæta ekki við ótta þeirra. Í fyrstu hafi þetta verið óraunverulegt en svo hafi komið yfir hana rosalegur ótti.

Hún segir Krabbameinsfélagið hafa gripið sig í þessum aðstæðum.

„Það er ótrúlega gott að vita að það eru svona sterk og góð samtök ef eitthvað gengur ekki einsog það á að gera, hjá Krabbameinsfélaginu er heill hópur af fólki sem veit hvernig manni líður og getur leiðbeint manni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“