Æfingu íslenska landsliðsins sem átti að hefjast klukkan 11:30 hefur verið frestað til klukkan 15:00 vegna þess að snjóað hefur í höfuðborginni í dag.
Íslenska landsliðið æfir iðulega á Laugardalsvelli degi fyrir leik en ákveðið var að færa æfinguna á hybrid gras FH-inga.
Veðurspáin næstu daga er ekkert sérstök og ljóst að æfingar liðsins gætu riðlast.
Íslenska liðið mætir Wales á morgun á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi á sama stað á mánudag.
Spáð er því að hitinn verði við frostmark þegar leikurinn hefst á morgun en á mánudag er spáð roki og rigningu.