fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
433Sport

Ítalskir fjölmiðlar sýna máli Alberts mikinn áhuga – Segja að heil borg bíði eftir niðurstöðu frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2024 10:19

Albert Guðmundsson. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á máli Alberts Guðmundssonar en það kemur í ljós í dag í héraðsdómi hvort hann verði sýknaður eða dæmdur sekur vegna ákæru um kynferðisbrot.

Málið var tekið fyrir í síðasta mánuði og verður dómur lesinn upp í dag. Albert er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu í Reykjavík sumarið 2023.

Málið var fyrst fellt niður eftir rannsókn lögreglu en þeirri niðurstöðu var áfrýjað og þá ákvað saksóknari að leggja fram ákæru. Albert er mikið í sviðsljósinu á Ítalíu eftir frábæra byrjun hjá nýju félagi, Fiorentina.

„Hann bíður eftir niðurstöðu í Flórens þar sem hann og meðan annars faðir hans eru á staðnum. Dómurinn verður lesin upp klukkan 12:45 og ásamt leikmanninum er heil borg sem bíður eftir niðurstöðu,“ segir í frétt Gazzetta og þar er átt við Flórens.

Albert er strax orðin hetja í augum stuðningsmanna Fiorentina sem bíða og vona að hann verði sýknaður í málinu. Verði Albert dæmdur sekur er óvíst hversu lengi í viðbót hann getur spilað fyrir félagið sem fékk hann á láni frá Genoa. Fiorentina mun kaupa Albert næsta sumar verði hann sýknaður í dag.

Gazzetta segir að 90 prósent líkur séu á að dómnum verði áfrýjað, sama í hvora áttina hann falli. Hafa aðilar einn mánuð til að áfrýja. Líklega yrði málið þá á borði dómstóla fram á næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís Perla sæmd fálkaorðunni

Glódís Perla sæmd fálkaorðunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Berglind á leið aftur í Kópavoginn

Berglind á leið aftur í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fyrrum leikmaður Manchester United fær harða gagnrýni fyrir ljótt brot

Sjáðu myndbandið: Fyrrum leikmaður Manchester United fær harða gagnrýni fyrir ljótt brot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst
433Sport
Í gær

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð