Anderson Cooper, einn þekktasti fréttamaður Bandaríkjanna, fékk rusl í andlitið þegar hann flutti fréttir af fellibylnum Milton sem gerir nú íbúum Flórída lífið leitt.
Cooper var í beinni útsendingu hjá CNN í Siesta Key á Flórída um það leyti sem fellibylurinn gekk á land.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi fékk Cooper brak eða einhvers konar rusl sem vindurinn hafði hrifið með sér beint í andlitið. Hann var þó fljótur að hrista það af sér og sagði:. „Vó! Þetta var ekki gott. Við förum líklega inn fljótlega.“
Áhorfendur CNN höfðu miklar áhyggjur af öryggi Coopers og biðluðu til hans að koma sér inn hið fyrsta.
The moment Anderson Cooper gets hit by flying debris in Bradenton, FL.
WTF 🤣🤣🤣 pic.twitter.com/2mrLbQpgGZ— Nick Danger, Third Eye 🕵️♂️ (@Farjar138) October 10, 2024