fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Jón Gunnarsson: Býð mig fram í næstu þingkosningum – flokksmenn velja listann

Eyjan
Fimmtudaginn 10. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn bilbugur er á Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, þegar kemur að framboði í næstu þingkosningum. Hann brennur enn fyrir verkefninu og aftekur með öllu að til greina komi hjá honum að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn eða nýjan flokk Arnars Þórs Jónssonar. Ekki hefur verið ákveðið að hafa prófkjör, sem samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins er meginleiðin til að velja á lista. Jón segir að það verði fólksins í flokknum að velja þá sem verði á framboðslistanum. Jón er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Jon Gunnarsson - 7
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gunnarsson - 7

Ég verð að spyrja þig svona í lokin, einnar spurningar. Það verður kosið á næsta ári – ekki seinna en á næsta ári.

„Ekki seinna en á næsta ári, þar skulum við vera sammála.“

Ferð þú fram?

„Já, ég svo sem hef engar aðrar hugmyndir í dag en að gera það.“

Og þú ætlar fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Þitt nafn hefur heyrst nefnt í tengslum við annan flokk.

„Já, ég tel það mér ekki til tekna að ég skuli vera spyrtur við Miðflokkinn. Það nýjasta sem var hringt í mig út af var út af þessu framboði hjá Arnari Þór, vini mínum, en mér finnst nú mjög miður að hann skuli hafa farið í þann farveg vegna þess að auðvitað þurfa hægri menn í pólitík að sameinast og þeir þurfa að sameinast undir þessum formerkjum sem við höfum verið að fara yfir í þessu samtali okkar,“ segir Jón.

Hann segist vera tilbúinn til að axla ábyrgð áfram. Aðspurður um það hvort hann ætli í prófkjör segir hann: „Ég er í fullu fjöri. Það kemur bara í ljós hvaða leið verður valin hjá flokknum. Það er ekki búið að ákveða prófkjör hjá flokknum. Það er meginleiðin samkvæmt okkar reglum en kjördæmisráðin hafa heilmikið svigrúm til þess að velja öðruvísi leiðir. Sumir hafa haldið t.d. tvöfalt kjördæmisþing og í okkar kjördæmi væri slík samkoma 1200 manns.“

Jón segir val á lista verða með lýðræðislegum hætti. „Ég man ekki á mínum ferli, hvort við erum einu sinni búnir að stilla upp vegna þess að kveikurinn brann upp á svo skömmum tíma að það var ekki tími til að fara í einhverjar aðrar valleiðir. En, já, ég brenn fyrir þetta enn þá og hef þess vegna alveg áhuga á að taka þátt í þessu en svo er það bara fólkið í flokknum sem ræður því hverjir verða á listanum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Hide picture