George Baldock fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu fannst í dag látinn á heimili sínu í Grikklandi þar sem hann lék sem atvinnumaður. Hann var aðeins 31 árs gamall.
Baldock lék með ÍBV árið 2012 en var leikmaður Panathinaikos í dag.
Hann hafði átt afar farsælan feril með Sheffield United á Englandi áður en hann fór til Grikklands í sumar. Með Panathinaikos leika Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason.
Baldock var í byrjunarliði gríska liðsins á sunnudag ásamt Sverri en þeir léku þar saman í vörninni í markalausu jafntefli.
Baldock fannst látinn í sundlaug á heimili sínu í Grikklandi. Eiginkona hans og barnsmóðir hafði áhyggjur af Baldock þegar hún náði ekki í hann.
Eigandi húsins var beðinn um að kanna málið og fann Baldock í sundlauginni heima hjá sér þar sem hann var látinn.
Samkvæmt fréttum í Grikklandi hafði Baldock verið látinn í talsverðan tíma í lauginni áður en hann fannst.
Baldock var fæddur og uppalinn í Englandi en hann kom til Vestmannaeyja á láni frá MK Dons og átti góða tíma í Eyjum.
Hann átti svo afar farsælan feril áður en hann féll frá í dag, langt fyrir aldur fram.
Some terrible news being reported by Greek media outlet Sport24…
Sheffield Utd legend George Baldock has been found dead in his pool at his home in Greece.
Absolutely shocking and just 31 years of age. Thoughts are with everyone connected to him at this awful time. pic.twitter.com/CHokFraeuB
— Footy Accumulators (@FootyAccums) October 9, 2024