Victor Osimhen er varla búin að pakka upp úr töskum í Tyrklandi en er byrjaður að spá í því hvort hann komist burt í janúar.
Osimhen gekk í raðir Galtasaray á láni frá Napoli á dögunum, það gerði hann eftir að hafa mistekist að fara til Chelsea eða Sádí Arabíu.
Framherjinn frá Nígeríu er sagður klár í að rifta samningi sínum í Tyrklandi í janúar og fara til Chelsea.
Corrierre dello Sport segir að Napoli sé jafnvel tilbúið að selja hann fyrir 40 milljónir punda.
Osimhen fór í hálfgert stríð við Napoli í sumar og á ekki afturkvæmt til félagsins.