fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Flak frægs „draugaskips“ fannst undan strönd Bandaríkjanna

Pressan
Fimmtudaginn 10. október 2024 07:00

USS Stewart á hafsbotni. Mynd:Ocean Infinity

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun ágúst fannst flak bandaríska herskipsins „USS Stewart“ um 100 kílómetra norðvestan við strönd San Francisco. Flakið er þakið þykku lagi af þörungum og her krabba heldur sig við flakið og vaktar það. Skipið sökk í síðari heimsstyrjöldinni en birtist síðan skyndilega aftur og þá undir stjórn óvinarins.

Eftir að Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina árið 1942 var „USS Stewart“ notað við eftirlit við Filippseyjar og Indónesíu en þar börðust bandarískar og japanskar hersveitir um yfirráðin yfir eyjunum.

Eftir að hafa verið við eftirlit á svæðinu í um mánuð var skipið statt við indónesísku eyjuna Jövu og þar skemmdist skipið mikið þegar japanskt herskip réðst á það. Skipinu var því siglt til hafnar á Jövu til að hægt væri að gera við það. En áður en hægt var að hefja viðgerðirnar byrjaði skipið að sökkva. Þegar Japanir réðust á Jövu var ákveðið að skilja það eftir.

Skrúfa þess var mjög löskuð og það voru svo mörg göt á því, að það lá á hliðinni þegar japanskir hermenn fundu það. Það var sem sagt næstum ónýtt. Það var útilokað að bjarga því. Það var að minnsta kosti mat flestra.

En Japanir voru ekki þeirrar skoðunar og hófust handa við að koma skipinu aftur á réttan kjöl og gera við það. Um ári síðar var skipið orðið sjóhæft en nú undir japönskum fána.

Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir bandaríska orustuflugmenn þegar þeir sáu skip, sem líktist bandarísku herskipi, sigla með japönskum herskipum.

„USS Stewart“ sigldi í tvö ár undir japanskri stjórn en þá skemmdist það aftur. Að þessu sinni voru það bandarískir hermenn sem skemmdu það undan ströndum Kóreu. Skipinu var siglt til hafnar og skilið eftir.

Bandarískar hersveitir fundu það 1945 og var því siglt heim til Bandaríkjanna þar sem því var fagnað eins og það væri hermaður að snúa heim úr fangabúðum.

Eftir margra ára stríðsþátttöku var skipið svo illa farið að ekki var talið að hægt væri að nota það lengur. Það var því dregið út fyrir strönd Kaliforníu þar sem því var sökkt. Það tók að sögn tvær klukkustundir fyrir skipið að sökkva niður á botninn.

En enginn hafði fyrir því að skrifa hjá sér staðsetninguna og því hefur leitin að flakinu verið tímafrek og árangurslaus þar til í byrjun ágúst.

Ekki liggur enn fyrir hvort reynt verður að bjarga skipinu af hafsbotni eða hvort það fái að liggja þar um ókomna tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar