fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Landflótta Norður-Kóreumaður vildi komast heim aftur – Heimferðin endaði illa

Pressan
Fimmtudaginn 10. október 2024 03:30

Það er mikil gæsla á landamærum Kóreuríkjanna. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið í Norður-Kóreu er ekki auðvelt né ánægjulegt, nema fyrir þá sem tilheyra hinum útvöldu, elítunni. Það er því engin furða að margir reyni að flýja land en það er svo sem ekki auðvelt en samt sem áður tekst sumum að komast í burtu frá einræðisríkinu. Flestir enda þá í Suður-Kóreu.

Það hljómar undarlega að landflótta Norður-Jóreumenn vilji fara heim aftur en það gerist þó stundum. Það er erfitt fyrir okkur, sem búum í lýðræðisríki og höfum nóg að bíta og brenna, að trúa að einhver vilji fara aftur til einræðisríkis þar sem almenningur á á hættu að „svelta í hel eða vera tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki reglum“ eins og BBC orðar það.

En þannig er það nú samt og eitt slíkt mál kom upp í síðustu viku. The Guardian segir að þá hafi suðurkóreskir landamæraverðir handtekið Norður-Kóreumann eftir að hann ók stolnum strætisvagni á lokunarbúnað á brú nærri landamærum Kóreuríkjanna.

Hann stal strætisvagninum með það að markmiðið að aka honum yfir til norðurs, heim. Hann flúði þaðan 2011.

Suðurkóreska lögreglan segir að maðurinn hafi búið við krappan fjárhag í Suður-Kóreu en hann starfaði í byggingarvinnu þar. Einnig er hann sagður sakna fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu.

Maðurinn er í haldi lögreglunnar og á yfir höfði sér ákæru fyrir brot gegn öryggislögum landsins og þjófnað.

Frá 2012 til 2022 reyndu um 30 Norður-Kóreumenn að komast aftur heim frá Suður-Kóreu.

Frá lokum Kóreustríðsins, sem stóð yfir frá 1950 til 1953, hafa rúmlega 34.000 Norður-Kóreubúar flúið til Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá