fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
433Sport

KSÍ fær verðlaun frá Blindrafélaginu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 16:00

Gylfi á æfingunni í kvöld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og Blindrafélagið skrifuðu í september 2023 undir samstarfssamning vegna sjónlýsingar á leikjum A landsliða karla og kvenna í fótbolta. Félagsmenn Blindrafélagsins geta þannig fengið beina lýsingu á atvikum leiksins í gegnum sérstakt app, lýsingu sem er sérsniðin að þörfum blindra og sjónskertra.

Stjórn Blindrafélagsins hefur ákveðið að veita KSÍ Samfélagslampann 2024 vegna þessa verkefnis, “fyrir frumkvæði að bættu aðgengi að íþróttaviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að landsleikjum í knattspyrnu“. Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins mun afhenda formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni, Samfélagslampa Blindrafélagsins 2024 fyrir leik A landsliðs karla við Wales á Laugardalsvelli á föstudag.

Fyrsta sjónlýsingin á knattspyrnuleik á Íslandi fór fram þann 17. júní 2023 þegar A landslið karla tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sá um lýsinguna á vegum Samtaka íþróttafréttamanna. Smellið hér að neðan til að spila myndband um sjónlýsinguna.

Um Samfélagslampa Blindrafélagsins
Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga. Samfélagslampi Blindrafélagsins, er einstakur gripur, handsmíðaður af Sigmari Ó Maríussyni, gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er festur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Steinflísin stendur á tveimur járnpinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum er síðan silfurskjöldur með áletrun um verkið og tilefni þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ótrúlegur sólarhringur þegar fyrsta barn hans fæddist – Lest, einkaflugvél og spilaði leik

Ótrúlegur sólarhringur þegar fyrsta barn hans fæddist – Lest, einkaflugvél og spilaði leik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrirtækið sem borgar launin gæti farið á hausinn – Skoða að rifta samningi Depay eftir einn mánuð

Fyrirtækið sem borgar launin gæti farið á hausinn – Skoða að rifta samningi Depay eftir einn mánuð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Farið að pirra leikmenn United verulega hvað Ten Hag hefur gert á þessu tímabili

Farið að pirra leikmenn United verulega hvað Ten Hag hefur gert á þessu tímabili
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool hefur áhuga á að kaupa samlanda Salah

Liverpool hefur áhuga á að kaupa samlanda Salah
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eru að skoða það að reka Dirk Kuyt úr starfi

Eru að skoða það að reka Dirk Kuyt úr starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólgusjór Heimis í Írlandi – Þjóðþekktur maður veltir því fyrir sér hvort Heimir verði rekinn í næstu viku

Ólgusjór Heimis í Írlandi – Þjóðþekktur maður veltir því fyrir sér hvort Heimir verði rekinn í næstu viku
433Sport
Í gær

Orri Steinn nýtur lífsins á Spáni – „Maður vill sigra heiminn strax en stundum tekur það lengri tíma“

Orri Steinn nýtur lífsins á Spáni – „Maður vill sigra heiminn strax en stundum tekur það lengri tíma“
433Sport
Í gær

Brynjólfur ánægður að fá traustið í landsliðinu – „Við hittumst ekki oft og gott að geta verið saman hérna“

Brynjólfur ánægður að fá traustið í landsliðinu – „Við hittumst ekki oft og gott að geta verið saman hérna“