James Pearce blaðamaður hjá The Athletic segir útilokað að Real Madrid muni kaupa Trent Alexander-Arnold frá Liverpool í janúar.
Vitað er að Real Madrid vill fá Trent þegar samningur hans við Liverpool rennur út. Sögur um að Real gæti keypt hann fóru af stað þegar Dani Carvajal sleit krossband.
Perace segir það útilokað og segir að Liverpool sé í viðræðum við Trent um nýjan samning.
„Það eru 0 prósent líkur á að Trent fari í janúar,“ segir Pearce.
„Ég sá þessa vitleysu um að Real Madrid væri að pæla í að kaupa hann, ég held að það sé algjör þvæla.“
„Þær upplýsingar sem ég fæ eru að viðræður um nýjan samning séu enn í gangi.“