fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum

Fókus
Miðvikudaginn 9. október 2024 13:55

Rosie Nelson og Peter. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera á ævinni er að segja syni mínum að ég hafi fundið barnaníðsefni á heimilinu og spyrja hvort hann hafi lent í honum.“

Svona hefst átakanlegt viðtal Rosie Nelson hjá Fabulous Magazine. Hún mun aldrei gleyma deginum þegar hún fann minniskort á sameiginlegri skrifstofu hennar og kærasta hennar. Hún setti það í tölvuna sína og mynd af ljóshærðum ungum dreng kom á skjáinn.

Drengurinn var yngri en tíu ára og fullorðin kona var að misnota hann hryllilega. Þetta sekúndubrot sneri veröld Rosie á hvolf.

Fyrrverandi minn er barnaníðingur

Rosie kynntist Peter Loram fjórum árum áður. „Þegar við kynntust var hann ljúfur risi. Falleg sál sem elskaði náttúruna,“ segir hún.

Hún rifjar upp daginn sem hún fann myndefnið í spilaranum hér að neðan.

„Ég tók kortið strax út því ég var í svo miklu áfalli. Ég sat þarna og hugsaði: „Ég sá þetta örugglega ekki rétt, það hlýtur að vera eitthvað annað. Kannski var þetta eitthvað grín og ég sá það vitlaust.“ Ég sat þarna í smá stund en síðan hugsaði ég að ég þyrfti að setja minniskortið aftur í tölvuna því ég þurfti að vita hvort ég hafði séð rétt. Ég setti það aftur inn og fullt af titlum poppuðu upp. Ég vissi þá… Þessir titlar voru gjörsamlega hryllilegir.“

Rosie hringdi í vin sinn sem er einnig sálfræðingur. „Ég vissi hvað ég þurfti að gera en ég þurfti að heyra einhvern segja það,“ sagði hún. Vinur hennar sagði: „Þú veist hvað þú þarft að gera, er það ekki? Þú þarft að hringja í lögregluna.“

„Ég þurfti bara að heyra einhvern segja það,“ segir Rosie með tárin í augunum.

Þurfti að tala við soninn

Rosie hringdi síðan í lögregluna og sagði þeim hvað hún hafði fundið. Lögregluþjónninn sagðist ætla að senda fólk til hennar.

„Síðan áttaði ég mig á því að ég þurfti að spyrja son minn hvort Peter hafi einhvern tíma snert hann á óviðeigandi hátt,“ segir hún tárvot.

Sonur hennar var fimmtán ára á þessum tíma. Hún settist niður með honum og sagðist hafa fundið barnaníðsefni og spurði erfiðu spurningarinnar.

„Sem betur fer hafði hann ekki gert það. Guði sér lof,“ segir hún.

„Síðan þurfti ég að segja honum hvað væri í vændum, að lögreglan væri á leiðinni og að hún myndi spyrja hann fjölda spurninga og fara í gegnum húsið.“

„Þessi börn eru meira virði en það“

Peter var handtekinn og gisti eina nótt í fangaklefa. Daginn eftir var honum sleppt en Rosie fékk strax nálgunarbann á hann. Hann var síðan ákærður og dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. „Hann þurfti ekkert að sitja inni, þrátt fyrir allt barnaníðsefnið í tölvunni hans,“ segir Rosie.

„Þessi börn eru meira virði en það.“

Rosie var eyðilögð eftir þetta. Hún gat ekki náð myndinni af litla ljóshærða drengnum úr huganum. Hvað sem hún gerði og hvert sem hún horfði sá hún myndina. Eina sem deyfði það var áfengi og drakk hún stíft fyrstu tvær vikurnar þar til hún fékk aðstoð.

Rosie segir að það hafi verið erfitt að komast yfir þetta og opna sig fyrir ástinni á ný. Það tók það hana mörg ár. Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn