Kevin Behrens framherji Wolfsburg er í vandræðum eftir að hafa neitað að skrifa á treyju í regnbogalitum sem á að styðja við fjölbreytileika.
Þessi 33 ára framherji vildi ekki sjá það að skrifa á treyjuna og sagði. „Ég mun ekki árita neitt svona homma drasl,“ sagði Behrens.
Forráðamenn Wolfsburg voru brjálaðir yfir þessu og kölluðu framherjann strax til fundar þar sem hann sagðist ekkert hafa á móti samkynhneigðum.
Wolfsburg striker Kevin Behrens 'REFUSED to sign an autograph on a rainbow jersey' 😲 pic.twitter.com/4M6jozkT82
— Mail Sport (@MailSport) October 9, 2024
Þýska félagið segir þessa framkomu ekki í samræmi við gildi félagsins.
„Ég lét þessi ummæli frá mér ósjálfrátt, ég vil biðjast afsökunar. Þetta var ekki í lagi,“ sagði Behrens.
„Við höfum tekið á þessu máli saman og ég mun ekki tjá mig meira um þetta.“
Framherjinn er í litlu hlutverki hjá Wolfsburg en hann á að baki einn A-landsleik fyrir Þýskaland.