fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kærustupar fékk skilorðsbundna dóma vegna líkamsárásar – Konan fékk þyngri dóm vegna þjófnaðar á fatnaði og 2 ostakökum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærustupar nálægt þrítugu fékk skilorðsbundna fangelsisdóma með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir hegningar- og vopnalagabrot. Bæði eiga nokkurn sakaferil að baki, aðallega vegna fíkniefna- og þjófnaðarbrota.

Bæði voru ákærð fyrir líkamsárás þann 29. ágúst 2022 í Reykjavík. Maðurinn fyrir að hafa hótað karlmanni líkamsmeiðingum með því að beina hníf að honum, „en hótunin var til þess fallin að vekja ótta hjá A um líf, heilbrigði og velferð hans, en ákærði var vopnaður tveimur hnífum á almannafæri og allt þar til hann var handtekinn skömmu síðar af lögreglu í Guðrúnartúni í Reykjavík,“ eins og segir í ákæru.

Konan var ákærð vegna sömu líkamsárásar í tveimur liðum: líkamsárás fyrir að hafa ýtt þolandanum og vopnalagabrot með því að hafa, „á sama tíma og í ákærulið nr. 1, verið vopnuð þremur hnífum og fimm hnífsblöðum á almannafæri og allt þar til ákærða var skömmu síðar handtekin af lögreglu í Guðrúnartúni í Reykjavík,“ eins og segir í ákæru.

Konan með alls níu ákærur

Konan var einnig ákærð fyrir þjófnað í fimm ákæruliðum og að hafa í tveimur tilvika „verið verið vopnuð hníf á almannafæri og allt þar til ákærða var skömmu síðar handtekin af lögreglu utandyra á Fífuhvammsvegi í Kópavogi.“  Stal konan fatnaði, snyrtivörum og tveimur ostakökum úr verslunum Lyf og heilsu, Lindex og Hagkaup í Kringlunni, og verslunum H&M og Lyfju í Smáralind.

 Játuðu öll brot sín

Í niðurstöðu dómara kom fram að karlmaðurinn á nokkurn sakaferil að baki vegna fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, þjófnaðarbrota, vopnalagabrots og fyrir brot vegna minniháttar líkamsmeiðingar, og konan vegna fíkniefnabrots og þjófnaðarbrota.

Bæði játuðu öll brot sín og var litið á játningar þeirra þeim til málsbóta. Var karlmaðurinn dæmdur til að sæta fangelsi í 45 daga og konan í 75 daga, en báðar refsingar eru skilorðsbundnar til tveggja ára. 

Karlmaðurinn var jafnframt dæmdur til að sæta upptöku á tveimur hnífum og konan upptöku á fjórum hnífum og fimm hnífsblöðum. Bæði þurfa að greiða málskostnað upp á 200 þúsund krónur til verjanda síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar