Elif Karaarslan 24 ára knattspyrnudómari í Tyrklandi hefur verið sett í ævilangt bann frá læknum fyrir að sofa hjá yfirmanni sínum.
Yfirmaður hennar er 61 árs gamall og heitir Orhan Erdemir og er fyrrum FIFA dómari.
Erdemir var yfirmaður dómara í Tyrklandi og hefur einnig verið rekinn úr starfi sínu.
Þau eru sökuð um að hafa sofið saman og á Elif að hafa tekið það allt saman upp á myndband sem hefur farið manna á milli.
Elif hafnar þessum ásökunum. „Ég mun leita réttar míns en mun koma sterkari til baka,“ segir Elif.