Jack Grealish leikmaður Mancehster City og unnusta hans Sasha Attwood eignuðust sitt fyrsta barn fyrir rúmri viku en sólarhringurinn var ansi eftirminnilegur fyrir Grealish.
Unnusta hans fór í sónar á föstudagsmorgni og skömmu síðar fór fæðingin af stað. Sasha var í London og þurfti Grealish að yfirgefa æfingu hjá City.
„Ég eignaðist litla stelpu á föstudeginum þarna, þetta var besta stund lífs míns,“ segir Grealish.
„Ég get ekki útskýrt þetta, ég hef upplifað margt gott í lífinu en þetta er það besta.“
„Þetta var ótrúlegur dagur, Saha fór í skoðun og þá kom í ljós að barnið myndi fæðast fyrir tímann. Ég varð því að fara af æfingu.“
Ferðalagið hófst svo hjá Grealish. „Ég tók lestina til London og þetta gerist síðdegis, ég var þar í þrjá klukkutíma og þá þurfti ég að taka flug til Newcastle,“ sagði Grealish en City átti leik á laugardeginum.
„Ég kom á miðnætti á hótelið og svo var leikur í hádeginu daginn eftir. Þetta voru ótrúlegur sólarhringur.“