fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Klámhneykslið hefur afleiðingar – Nú verður þetta ólöglegt

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 19:30

Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu hafa miklar áhyggjur af deepfake-klámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Suður-Kóreu hafa djúpfölsuð klámmyndbönd, sem eru gerð með aðstoð gervigreindar, verið stórt vandamál og haft mikil áhrif í samfélaginu. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að bregðast við þessu með því að gera það refsivert að vera með slíkt myndefni í vörslu sinni.

Klámmyndböndum af þessu tagi, þar sem andlit ungs fólks eru sett á þá sem sjást í myndböndunum, hefur verið mikið dreift í suðurkóreskum spjallhópum á Telegram.

Svo rammt hefur kveðið að þessu að nýlega báðu talsmenn Telegram íbúa Suður-Kóreu afsökunar á þessu.

CNN segir að skömmu eftir að afsökunarbeiðnin var send af stað hafi ríkisstjórn landsins ákveðið að gera vörslu slíkra myndbanda refsiverða.

Markmiðið er að reyna að stöðva þá ömurlegu þróun sem hefur átt sér stað á síðustu mánuðum. Hafa tæplega 1.000 mál, þar sem ungt fólk hefur verið óafvitandi verið gert að „þátttakendum“ í slíkum myndböndum, komið upp.

Refsiramminn vegna brota á nýju lögunum verður í þyngri kantinum en allt að þriggja ára fangelsi mun liggja við því að hlaða myndböndum af þessu tagi niður eða horfa á þau. Einnig verður hægt að sekta fólk um sem nemur allt að 2,8 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi