fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Elon Musk hafður að háði og spotti fyrir vanstillta framkomu á Trump-fund – „Jafnvel Trump finnst Musk vera furðufugl“

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk er nú hafður að háði og spotti í netheimum. Tilefni háðsins er furðulegt háttalag hans á kosningafundi Trump á laugardaginn.

Þar hoppaði milljarðamæringurinn af gleði á sviðinu fyrir aftan Trump, eins og hann væri eins konar klappstýra. Um tíma virtist jafnvel Trump, sem sjálfur getur verið frekar óheflaður, misbjóða en á myndum sést hann gefa auðkýfingnum hornauga.

„Jafnvel Trump finnst Musk vera furðufugl,“ skrifaði einn á Twitter.

Aðrir báru Musk saman við barn sem er komið með svefngalsa. En það voru ekki bara hoppin sem fólki þóttu neyðarleg. Musk fór eins með furðulega ræðu þar sem hann kallaði sjálfan sig myrkur-MAGA, en MAGA er skammstöfun Trump á frasanum: Gerum Bandaríkin frábær að nýju. Dark-MAGA er minna þekkt en vísar til jaðarhóps rótækra stuðningsmanna Trump sem aðhyllast eins konar einræðishyggju og sjá Trump fyrir sér sem mann sem er tilbúinn að gera hvað sem er til að ná stefnumálum sínum fram. Musk kallaði Trump hugrakkan á fundinum. Hann segir Trump vera  hetju tjáningarfrelsis andspænis demókrötum sem ætli að svipta Bandaríkjamenn þeim mikilvægu mannréttindum. „Þau vilja svipta okkur tjáningarfrelsinu, þau vilja svipta okkur réttinum til að bera vopn, þau vilja svipta okkur kosningarétti.“

Fundurinn var heilt yfir hástemmdur, enda haldinn í Butler, Pennsylvaniu þar sem Trump varð fyrir banatilræði í sumar. Trump bað gesti að fylgja sér í stundarþögn til að minnast tilræðisins, þess sem lést og þeirra sem slösuðust. Síðan söng óperusöngvari lagið Ave Maria á meðan gestir tóku niður hatta, þurrkuðu tár af hvarmi og sumir féllu niður á kné.

„Þetta eru mikilvægustu kosningar lífs okkar. Þetta eru engar venjulegar kosningar,“ sagði Musk sem hvatti gesti til að fá alla sem þau þekkja og þekkja ekki til að skrá sig á kjörskrá. „Ef ekki þá verða þetta síðustu kosningar lýðræðisins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu