Á læknisferli sínum hefur hún fylgt mörgum dauðvona sjúklingum síðasta spölinn og hún hefur tekið eftir því hverju þeir sjá mest eftir í lífinu.
Í samtali við CNBC Make It sagði hún að listi hennar yfir þau fimm algengustu atriðin, sem deyjandi fólk sér eftir, sé áminning til okkar um að reyna að lifa í núinu á besta hugsanlega hátt. „Allt lífið, er núverandi augnablik allt sem við eigum,“ sagði hún.
Þetta eru fimm algengustu hlutirnir sem deyjandi fólk sér eftir:
Ungerleider segir að listinn eigi ekki aðeins að hvetja fólk til að hugleiða hvernig það lifir lífinu, hann eigi einnig að fá það til að hugsa um eiginn dauða. Að hennar mati sýna þessi fimm atriði að við eigum að lifa í núinu á besta hugsanlegan hátt til að við sjáum ekki eftir neinu þegar kemur að lífslokum.