fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Leynisamskipti Pútíns og Trump afhjúpuð – „Vinsamlega ekki segja nokkrum manni að þú hafir sent mér þetta“

Pressan
Þriðjudaginn 8. október 2024 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump er sagður eiga í nánari samskiptum við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, en áður var haldið. Þessu heldur blaðamaðurinn Bob Woodward fram í væntanlegri bók sinni, en valdir bókarkaflar eru nú í höndum miðlanna CNN og Washington Post.

Þar kemur meðal annars fram að Trump hafi sent Pútín til einkanota sérstök COVID-19 próf snemma árið 2020. Þessi próf hafi verið nýlega þróuð og ekki í boði fyrir pöpulinn. Trump hafi vitað að Pútín væri haldinn miklum heilsukvíða.

„Vinsamlega ekki segja nokkrum manni að þú hafir sent mér þetta,“ mun Pútín hafa sagt við Trump. „Ég vil ekki að þú segir neinum frá því fólk verður reitt út í þig, en ekki mig. Fólkinu er sama um mig.“

Því er eins haldið fram í bókinni að Trump hafi átt allt að sjö símtöl við Pútín síðan hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna árið 2021. Þetta hefur Woodward frá fyrrum aðstoðarmanni Trump.

Steven Cheung, talsmaður framboðs Trumps, þverneitar þessum ásökunum og vísar til þess að Trump og Woodward hafi lengi átt í deilum. Woodward hafi birt hljóðupptökur af samtali við Trump og fyrir það hafi forsetaframbjóðandinn stefnt blaðamanninum fyrir dóm. Meðal annars lýsir Woodward atviki sem á að hafa átt sér stað snemma á þessu ári. Þá hafi Trump skipað aðstoðarmanni að yfirgefa herbergið svo hann gæti hringt í Pútín.

„Ekkert af þessum skáldskap Bob Woodward á sér stoð í raunveruleikanum og þetta er afurð sturlaðs og truflaðs einstaklings sem glímir við alvarlegt tilfelli af Trump-firringarheilkenni. Woodward er reiður lítill maður og er klárlega í uppnámi því Trump er að hafa betur í lögsókn sinni gegn honum út af ólögmætri birtingu hans á hljóðupptökum. Trump virti blaðamanninn ekki viðlits við vinnslu þessarar rusl-bókar sem á annað hvort heima í afsláttarhillunni í skáldsögurekka útsölu bókabúðar, eða sem klósettpappír.“

Woodward starfaði áður sem blaðamaður hjá Washington Post og hefur skrifað, ein eða í félagi við aðra, rúmlega 20 bækur. Þar af hefur hann skrifað bækur um síðustu 10 forseta Bandaríkjanna.

Framboð Trump hefur eins kallað Woodward óhæfan, óspennandi einstakling með engan persónuleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru