fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Segir að það hafi verið verra að skulda smálánafyrirtæki en undirheimunum – „Ég gat samið við dópsalann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 12. október 2024 10:29

Bjarki Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Viðarsson var djúpt sokkinn í neyslu og fjármagnaði hana að miklu leyti með smálánum. Þegar hann fór í meðferð sá hann bara svart, hann skuldaði átta milljónir króna og vissi ekkert hvernig hann ætti að borga þær til baka. Hann segir að það hafi verið auðveldara að kljást við dópsalana en smálánafyrirtækin þar sem þeir fyrrnefndu voru tilbúnir að koma til móts við hann. Hann segir smálánafyrirtækin miskunnarlaus og nýta sér neyð annarra.

Hann ræðir nánar um þetta í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Bjarki vandar smálánafyrirtækjum ekki kveðjuna.

„Það er fokking hrottakerfi maður. Hrottalegt kerfi. Þú gast tekið á Núnú, eða eitthvað kjaftæði, 12 þúsund króna lán, og aftur 12 þúsund króna lán og svo aftur. Ég gat kannski tekið 24 lán, allt 12 þúsund og svo ef þú borgaðir ekki á réttum tíma þá degi seinna kostuðu öll lánin 13 þúsund, svo degi eftir það 14 þúsund og svo bara kostuðu öll lánin 25 þúsund. Ég var kominn með hálfa milljón króna skuld fyrir 200 þúsund króna láni mánuði seinna. Og þá þurfti ég að taka Netgíró lán til að borga upp Núnú-lánin, svo þurfti ég að borga Netgíró lánin með Aur láni eða yfirdrætti, þetta verður að skuldasúpu,“ segir Bjarki og bætir við að hann hafi verið staddur í þessum vítahringi í fimm til sex ár.

„Þú getur ekki dílað við þessi smálán. Þú getur kannski stoppað þau í einn mánuð en þau eru þá ennþá hærri næst. En ég gat samið við dópsala. Ég meira að segja fékk mömmu með mér í lið að tala við smálánakerfið en [það gekk ekkert]. En ég var kannski með þriggja milljón króna skuld við dópsala, get ég borgað þér 50 þúsund krónur á mánuði í byrjun? Já, minnsta mál maður, gaur gerðu bara þitt, við gerum einhverja greiðslu saman og svo kemur þetta hægt og rólega, þegar þú getur borgað meira þá borgarðu meira.“

Bjarki segir að það sé verra að skulda smálánafyrirtæki en dópsala. Hann segist þekkja einn sem skuldaði 24 milljónir. „Hann samdi við alla dópsala en gat ekki samið við skattinn. Hann reyndi að semja en fékk það ekki og þurfti að fara í gjaldþrot.“

Bjarka tókst að borga upp allar átta milljónirnar og segir að síðustu greiðslunni hafi fylgt þvílíkur léttir. „Það besta var að það hjálpaði mér enginn að borga skuldina, ég vann fyrir þessu og borgaði hverja krónu,“ segir hann.

Bjarki ræðir nánar smálánaskuldasúpuna í spilaranum hér að ofan. Horfðu á þáttinn með Bjarka í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Bjarka á Instagram og smelltu hér til að fylgja Götustrákum og horfa á þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“

Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum

Hélt hún væri í sambandi með ljúfum risa – Mun aldrei gleyma hryllingnum og litla ljóshærða drengnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði

Ungfrú Ísland í hópi útvaldra á góðgerðarviðburði
Hide picture