Florian Wirtz miðjumaður Bayer Leverkusen hefur valið sér nýtt félag og ætlar hann sér að fara til FC Bayern næsta sumar.
Sky í Þýskalandi segir að Wirtz hafi tekið ákvörðun um þetta en öll stærstu félög í Evrópu hafa sýnt honum áhuga.
Wirtz er 21 árs gamall en Sky segir að hann vilji vera áfram í Þýskalandi.
Leverkusen er tilbúið að selja Wirtz næsta sumar en talið er að félagið vilji fá hann 100 milljónir evra.
Wirtz er skapandi miðjumaður sem Manchester City hefur haft áhuga á en þýski landsliðsmaðurinn vill vera heima hjá sér.