fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ferðamenn himinlifandi með bílaleiguna eftir slys við Blönduós – „Þetta tók innan við mínútu og við vorum stórhissa“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. október 2024 18:30

Bylurinn skall á með litlum fyrirvara. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom erlendum ferðamanni á óvart hversu vel var tekið á því þegar hann lenti í bílslysi í óvæntum snjóstorm nálægt Blönduósi. Bílaleigan hafi verið vel tryggð og þurftu þau ekki að hafa áhyggjur af neinu.

Ferðamaðurinn segir sína sögu á samfélagsmiðlinum Reddit. Var hann á níu daga hringferð um landið snemma í september, á bílaleigubíl frá Zero Car. Á fimmta degi skall á snjóbylur með stuttum fyrirvara í Húnavatnssýslum.

„Við urðum að stöðva bílinn og þá kom bíll úr gagnstæðri átt sem missti stjórnina í hálku beint inn í hliðina á okkur,“ segir ferðamaðurinn um þessa miður skemmtilegu reynslu. „Það var annar árekstur bíla sem höfðu verið að keyra rétt á undan okkur, við sáum sáum bíl sem var utan vegar og á snjódrifinni jörðinni.“

Grunaði ferðamanninn að snjóbylurinn væri mjög staðbundinn. Hann sá bíla koma að á miklum hraða, hraða sem þeir myndu ekki vera á nema jörðin væri auð. „Við vorum í klípu,“ sagði hann en sem betur fer fór allt vel.

Bjuggust ekki við storminum

Eftir slysið sá ferðamaðurinn að það hafði verið varað við storminum í veðurfréttum. En þetta var ekki eitthvað sem hann hafði búist við á þessum árstíma. Laufblöðin voru rétt að byrja að gulna. Það hefði þó alveg eins mátt búast við þessu, á Íslandi sé hægt að búast við að takast á við allar árstíðirnar á aðeins einum degi.

„Eftir nokkrar mínútur kom snjóplógur og lögreglan til þess að taka af okkur skýrslur,“ segir ferðamaðurinn. „Það var hægt að keyra bílinn en hurðin var klesst. Við og lögreglan hringdum í bílaleiguna sem sagði að ef það væri hægt að keyra bílinn mættum við halda ferðinni áfram á sama bíl.“

Ákváðu þau að gera það til þess að missa ekki dýrmæta daga úr ferðalaginu, en bílinn höfðu þau tekið á leigu í Keflavík. Einnig fengu þau að vita að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur af neinu. Bíllinn væri að fullu tryggður. Þau þyrftu aðeins að passa upp á að njóta restarinnar af ferðalaginu.

Tók innan við mínútu

„Þetta róaði okkur,“ segir ferðamaðurinn. „Við héldum áfram með okkar plön og nokkrum dögum seinna vorum við komin á Keflavíkurflugvöll. Við mættum á góðum tíma þar sem við bjuggumst við ítarlegri skoðun á bílnum sem myndi taka mikinn tíma. Okkur á óvörum tók daman við afgreiðsluborðið við lyklunum og sagði brosandi að við gætum farið því við værum að fullu tryggð.  Þetta tók innan við mínútu og við vorum stórhissa.“

Segist ferðamaðurinn hafa lært ýmislegt í þessari ferð. Það er að fylgjast alltaf vel með veðurfréttunum áður en lagt er af stað á bíl, vanda valið á bílaleigu, alltaf að hafa nóg bensín á tanknum þar sem það er aldrei að vita hvenær bíllinn festist og hafa varann á þegar byrjar að snjóa.

Jákvæð viðbrögð

Hefur færslan fengið mikil viðbrögð og flest afar jákvæð. „Þessi færsla hefur allt sem ég elska, ferðamenn að komast klakklaust úr erfiðum aðstæðum,“ segir einn netverji.

Aðrir benda á að það sé ekki sjálfsagt að bílaleigubílar séu á góðum dekkjum. Einnig að á þessum árstíma megi ekki vera á negldum dekkjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“