fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Beggi Ólafs kenndi stelpunum „íslensku leiðina“

Fókus
Þriðjudaginn 8. október 2024 13:32

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Honum líður vel í Los Angeles og hefur verið að kynna vini sína fyrir íslensku háttunum.

Í lok september birti hann myndband af sér fara í ísbað, en hann fór í bólakaf á meðan konurnar í kerinu sátu með efri líkamann upp úr vatninu.

„POV: Íslendingur fer í ísbað í Los Angeles,“ skrifaði hann með ísbaðinu, en það mátti sjá á viðbrögðum kvennanna að þeim þótti þetta ágætlega tilkomumikið hjá Begga.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan.

Beggi birti nýtt myndband á dögunum af sér og tveimur konum fara í ísbað, og byrja fyrst á því að fara alveg í bólakaf.

„POV: Þær lærðu að fara í ísbað eins og Íslendingur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“