fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Fólki verulega misboðið: „Mannslífið lítilsvert! Djöfulsins óréttlæti“ – Helgi segir að hinn dæmdi sé alls ekki sloppinn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 19:30

„Það liggja mörg ólík sjónarmið á bak við refsingar og jafnvel mótsagnakennd, að refsa og betra um leið,“ segir Helgi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum virðist vera misboðið eftir að greint var frá því að einstaklingur sem dæmdur var í tólf ára fangelsi eftir að hafa stungið 27 ára karlmann til bana fyrir einu og hálfu ári sé nú laus úr fangelsi og kominn á Vernd.

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við DV að vissulega eigi löggjöfin og framkvæmd hennar að endurspegla réttlætistilfinningu almennings að einhverju leyti en spurningin sé hvaða markmiðum við viljum ná fram með refsingum.

RÚV greindi frá því í morgun að 19 ára karlmaður, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi í héraðsdómi og síðar í tólf ára fangelsi í Landsrétti, sé kominn á Vernd. Maðurinn var dæmdur fyrir að stinga pólskan karlmann til bana á bílastæði við verslun Fjarðarkaupa í apríl 2023. Hinn látni lét eftir sig unga dóttur.

Kominn á Vernd einu og hálfu ári eftir að hafa drepið mann

„Skömm að þessu“

Margir hafa látið til sín taka í athugasemdakerfum fjölmiðlanna og virðast margir ósáttir við að svo skammur tími hafi liðið frá manndrápinu þar til maðurinn komst á Vernd.

„Frábært þetta dómskerfi. Og sendir frábær skilaboð til ungmenna,“ sagði í einni athugasemd á Facebook við frétt DV af málinu í morgun. „Ömurlegt réttlæti. Skömm að þessu. Þetta er Ísland í dag,“ sagði í annarri og aðrar voru á svipuðum nótum:

„Þetta er nú bara brandari.“

„Gott fordæmi fyrir ungmennin í landinu sem í auknum mæli beita ofbeldi!“

„Hvað er að Íslenska kerfinu…viðbjóðslegt.“

„Mannslífið lítilsvert! Djöfulsins óréttlæti!…“

DV leitaði álits hjá Helga Gunnlaugssyni afbrotafræðingi vegna málsins og hann segist skilja að fólk staldri við þegar það sér að maðurinn er kominn í afplánun utan fangelsis einu og hálfu ári eftir þetta skelfilega mál. Hins vegar þurfi að velta fyrir sér spurningunni um markmið og tilgang refsinga og áhrif þeirra. Fangelsisrefsing sé ein tegund en ekki megi vanmeta aðrar tegundir, til dæmis afplánun á Vernd.

„Hann er alls ekki sloppinn. Er undir eftirliti og þarf að lúta stífum húsreglum; honum er skylt að búa á ákveðnum stað, greiða leigu og mat og verður að stunda nám, vinnu eða meðferð,“ segir Helgi en afplánun á Vernd getur verið allt að eitt og hálft ár. Brjóti hann húsreglurnar bíður hans vist í lokuðu fangelsi á ný. Síðan er möguleiki á rafrænu eftirliti í allt að eitt ár og svo reynslulausn til einhverra ára þar sem viðkomandi er áfram undir eftirliti.

Helgi segir rannsóknir frá öðrum löndum, bæði Evrópu og Bandaríkjunum, benda til þess að innilokun í lokuðu öryggisfangelsi til margra ára geti verið mjög skaðleg og þá sérstaklega fyrir unga einstaklinga sem brjóta af sér.

„Við vitum að viðkomandi snýr alltaf aftur út í samfélagið en það er spurning hvort það er eftir 5, 10 eða 15 ár. Eftir því sem vistin er lengri í lokuðu fangelsi hefur það sýnt sig að það getur verið mjög skaðlegt fyrir viðkomandi. Þá er hætta á að þeir komi alls vanbúnir út í samfélagið að nýju og nái ekki að fóta sig á ný sem nýtir borgarar.“

Mótsagnarkennd og ólík sjónarmið

Helgi dregur þó ekki fjöður yfir það að í lýðræðissamfélagi eigi löggjöfin og framkvæmd hennar að einhverju leyti að endurspegla réttlætisvitund almennings. Rannsóknir sýni, líka hér á landi, að fólk vill þó almennt að einstaklingar geti fótað sig á nýjan leik í samfélaginu án brota af því að þeir munu hvort sem okkur líkar betur eða verr alltaf skila sér að lokum út í samfélagið að nýju. Í þessu tiltekna máli muni viðkomandi einnig þurfa að burðast með það allt sitt líf að hafa mannslíf á samviskunni sem er þungur kross að bera.

„Það liggja mörg ólík sjónarmið á bak við refsingar og jafnvel mótsagnakennd, að refsa og betra um leið,“ segir Helgi sem hefur gert viðhorfsmælingar á því hvort refsingar á Íslandi séu of vægar. Niðurstöður þeirra sýna að almennt finnist Íslendingum þær of vægar en viðhorfið breytist þegar farið er dýpra ofan í málin.

„En þegar við förum og ræðum við borgarana um einstök áþreifanleg mál, til dæmis í rýnihópum og tökum fyrir brotið sjálft, gerandann og þolandann, þá horfa þátttakendur iðulega á fleiri markmið refsinga en bara harðar refsingar einar og sér. Að gerandi taki ábyrgð á brotinu er mikilvægt, sýni iðrunarmerki, gangist undir meðferð eða endurhæfingu af einhverju tagi; að brotamenn komi betri út úr refsingunni en þeir fóru inn – eða allavega ekki verri,“ segir Helgi sem segir að mál þessa tiltekna manns sé sérstakt þar sem hann var nýorðinn 18 ára þegar brotið var framið. Enginn vafi sé á því að öðruvísi hefði verið tekið á málinu hefði hann verið nokkrum árum eldri. Þá væri hann lengur í lokuðu úrræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens