fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Sólheimajökulsmálið: Játningar streyma inn – Ungur maður flutti 16 milljónir til Vínarborgar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. október 2024 16:00

Frá Kuggavogi. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórt og margbrotið fíkniefnamál, sem kallað hefur verið stóra fíkniefnamálið, en er einnig kallað Sólheimajökulsmálið, er nú að taka á sig nýja mynd. Eftir að allir sakborningar neituðu sök við þingfestingu málsins hafa nú þrír snúið við blaðinu og játað sök og samkvæmt heimildum DV eru líkur á því að tveir sakborningar til viðbótar játi sök á næstunni.

Sakborningar í málinu eru alls 18, 13 karlar og 5 konur. Sum eru sökuð um skipulagða brotastarfsemi, önnur um fíkniefnasölu, vörslu fíkniefna og peningaþvætti. Nafnið Sólheimajökull er heiti á spjallhóp sem um helmingur sakborninga hélt gangandi á samskiptaforritinu Signal og lögregla vaktaði. Talið er að hópurinn hafi starfað í nokkur ár en þau brot sem ákært er fyrir byggja á rannsóknum lögreglu frá því um haustið 2023 og fram til apríl á þessu ári, fíkniefnamagn sem þar kemur við sögu nemur aðeins um 6 kg, þar af rúmlega tvö í einu smygli með skemmtiferðaskipinu Aidasol.

Sjá einnig: Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þriðji sakborningurinn sem játað hefur sök er 28 ára gamall karlmaður. Hann hefur annars vegar játað á sig peningaþvætti, að hafa móttekið 16 milljónir og 175 þúsund krónur í reiðufé frá öðrum ákærða, sem var afrakstur brotastarfsemi, á heimili sínu að Kuggavogi í Reykjavík. Þessi móttaka átti sér stað þann 23. mars á þessu ári en daginnn eftir fór maðurinn með peningana til Vínarborgar, með flugi frá Keflavík, en hann var handtekinn í Vínarborg.

Maðurinn hefur ennfremur játað að hafa fimmtudaginn 18. apríl á þessu ári haft í vörslu sinni í sölu- og dreifingarskyni tæp 16 g af kókaíni í íbúð sinni að Kuggavogi og í bíl sínum.

Aðalmeðferð í Sólheimajökulsmálinu hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 28. október. Mál þessa manns verður klofið frá aðalmálinu og réttað yfir honum sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“