Þann 1. október var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni sem ákærður hefur verið fyrir blygðunarsemisbrot.
Í ákæru héraðssaksóknara segir að maðurinn hafi að morgni þriðjudagsins 12. september árið 2023 inni í kyrrstæðum bíl berað kynfæri sín og handleikið þau. Hafi hann þannig sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem vitni urðu að því og til opinbers hneykslis.
Kona sem var stödd í eldhúsi sínu varð vitni að atferli mannsins.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan sem varð vitni að tilburðum mannsins krest 800 þúsund króna í miskabætur.