Forráðamenn Beerschot í Belgíu eru alveg að fá nóg og skoða það að reka Dirk Kuyt fyrrum leikmann Liverpool í starfi.
Beerschot hefur ekki unnið leik í fyrstu átta leikjum tímabilsins og er liðið aðeins með tvö stig.
Liðið er sex stigum á eftir næsta liði og staðan því slæm.
Stjórn Beerschot ætlaði að hittast á fundi í dag en þurfti að fresta fundinum sem gæti gefið Kuyt nokkra daga í starfi til viðbótar.
Kuyt tók við Beerschot árið 2023 en áður þjálfaði hann í Hollandi. Kuyt átti flottan feril sem leikmaður en virðist vera í brasi í þjálfun.