Angel Gomes miðjumaður Lille útilokar ekki að snúa aftur til Manchester United þegar samningur hans við Lille rennur út.
Gomes er mjög eftirsóttur en hann hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu undanfarið og vakið athygli.
Gomes fór frá United fyrir fjórum árum og samdi við Lille en hann útilokar ekki endurkomu.
„Eftir að hafa farið frá Englandi veit ég að hamingjan er ekki bara í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Gomes.
„Ég hef alltaf stað í hjarta mínu fyrir United, það væri því mjög erfitt að segja nei við félagið mitt.“
Liverpool, Newcastle og fleiri lið hafa áhuga á Gomes sem ætlar sér að fara frítt frá Lille næsta sumar.